Mygla

ORKUVEITA REYKJAVÍKUR

 

Haustið 2015: Vart verður við rakaskemmdir í vesturhúsi nýlegra höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur.

Júní 2016: Orkuveita Reykjavikur tilkynnir að „miklar rakaskemmdir“ hafi komið í ljós í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Myglusveppur fannst í útveggjum. Ákveðið var að taka sýni víðs vegar um húsið og að „ráðist verði í viðgerðir á næstu vikum“.

Júlí 2016: Húsið hefur verið rýmt á meðan umfangsmiklar viðgerðir standa yfir á öllum hæðum þess en ekki sér fyrir endann á þeim. Framkvæmdir geti dregist fram á haustið 2017 og kostnaður numið hundruðum milljóna.

Apríl 2017: Kostnaður við viðgerðir kominn yfir 300 milljónir króna og varað við því að hann eigi eftir að hækka töluvert.

Haustið 2017: Kostnaður við athuganir á rakaskemmdum og myglu kominn í 460 milljónir króna og áætlað að kostnaður við viðgerðir nemi minnst um 1.700 milljónum króna.

Niðurstaða: Stærstur hluti rúmlega 17.000 fermetra Orkuveituhússins (brunabótamat hátt í 7.000 milljónir) stendur enn auður og til skoðunar að rífa húsið.

 

ÍSLANDSBANKI

 

Febrúar 2016: Mygla greinist „á einstaka vinnusvæðum“ í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand eftir umkvartanir starfsfólks. Bankinn tilkynnir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana og „áætlun sett í gang til þess að tryggja heilbrigt vinnuumhverfi og loftgæði,“.

Apríl 2016: Ákveðið að flytja alla starfsemina.

Ágúst 2016: Verðmæti hússins fært niður um 1,2 milljarða í bókum bankans.

Niðurstaða: Höfuðstöðvar Íslandsbanka standa auðar og hætt hefur verið við áformaða viðbyggingu. Byggingin verður hugsanlega rifin. Bankinn leigir í staðinn megnið af Norðurturninum við Smáralind.

 

KÁRSNESSKÓLI

 

Febrúar 2017: „Kársnesskóli rýmdur vegna raka og myglu“. Sagt frá því í fréttum að rakaskemmdir sem uppgötvuðust í skólanum hafi reynst meiri en gert var ráð fyrir. Endurbætur höfðu staðið yfir á húsinu og rakaskemmdir komið í ljós. Haft var eftir skólastjóranum (RÚV): „Það er ekkert próf sem segir að þetta sé mygla en við rekjum það að sjálfsögðu til þessa. Við getum ímyndað okkur að þetta sé eitthvað sem veldur óþægindum og við viljum alltaf láta börnin njóta vafans,“… „Í raun og veru tók steininn úr þegar við sáum vegginn sem er inni á starfsmannastofunni, þá fannst okkur eiginlega komið nóg.“

Af þessum sökum var ákveðið að rýma skólann. Gert var ráð fyrir að þörf gæti verið á talsverðum viðgerðum. Bæjarstjórnarsalinn var tekinn undir kennslu og bæjarstjórnin látin funda í Gerðarsafni á meðan.

Ágúst 2017: Tilkynnt að ákveðið hafi verið að rífa Kársnesskóla um næstu áramót.

Niðurstaða: Gert ráð fyrir að niðurrif skólans hefjist fljótlega og nýr skóli verði byggður á næstu árum.

 

TRYGGINGASTOFNUN

 

Desember 2016: Mygla greinist í húsnæði Tryggingastofnunar. Starfsmenn fundu fyrir vanlíðan sem rakin var til myglunnar. Reynt var að hreinsa mygluna úr húsnæðinu. Það að „rótast í sýktum svæðum jók vandann og veikindi gusu upp“ að mati starfsmanna. Óskað var eftir að framkvæmdir yrðu stöðvaðar.

Niðurstaða: Stofnunin flytur úr húsnæðinu sem hún hefur verið í um áratuga skeið. Um miðjan nóvember 2017 var tilkynnt að velferðarráðuneytið hefði fallist á ákvörðunina.

 

VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ

 

Desember 2016: Í fjáraukalögum er beðið um 24 milljónir króna til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna myglu í velferðarráðuneytinu (ráðuneyti heilbrigðismála). Fyrr á árinu hafði komið í ljós að húsnæði ráðuneytisins væri illa farið vegna myglu. Annað húsnæði var því tekið á leigu fyrir nokkra starfsmenn ráðuneytisins. Einnig þurfti ráðuneytið að leggja í kostnað við að hreinsa búnað og gögn. Loks reiknaði ráðuneytið sér kostnað vegna aukinna langtímaveikinda starfsmanna sem tengd voru ástandi húsnæðisins.

Niðurstaða: Í byrjun árs 2017 flutti velferðarráðuneytið í bráðabirgðahúsnæði við Skógarhlíð og er þar enn.

 

LANDSPÍTALINN

 

 

 

 

2013, 2014, 2015, 2016 og 2017: Stöðugar fréttir um steypuskemmdir, rakaskemmdir, myglu og aðra verulega galla á húsnæði Landspítalans við Hringbraut.

Niðurstaða: Framtíðarhúsnæði Landspítalans