Ég var gestur á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í dag ásamt Oddnýju Harðardóttur. Við ræddum m.a. innlenda og erlenda fjárfestingu, nýja greiningu Arionbanka á skuldastöðu ríkisins, gerð fjárlaga til fleiri ára inn í framtíðina og fleira.
Smellið á tenglana til að hlusta á þáttinn: Fyrri hluti | Seinni hluti
Ekki síst fórum við yfir skuldavandann sem ásamt atvinnuleysinu er helsti vandinn sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar ber sérstaklega að nefna skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankanna, sem sýnir svart á hvítu að í upphafi árs 2009 var til staðar stórkostlegt tækifæri til að koma til móts við heimilin í landinu með skuldaniðurfærslu.
Skýrslan sýnir svo ekki verður um villst að tekin var meðvituð ákvörðun um að gera það ekki. Tillögur okkar Framsóknarmanna um 20% skuldaniðurfærslu fyrir heimilin sem lagðar voru fram í febrúar 2009 voru þess í stað hrópaðar í kaf af mikilli áróðursherferð vinstri flokkanna fyrir kosningarnar í mars sama ár. Nú sjáum við að það var vegna þess að ríkisstjórnin hafði tekið ákvörðun um að breyta um stefnu og láta kröfuhafa og fjármagnseigendur njóta ávaxtanna fremur en íslensk heimili.
One comment
Comments are closed.