03/15/13

Afnám og leiðrétting. Þetta er einfalt.

Nú er ýmislegt reynt. Allt í einu var gerð sérstök frétt um það að framsóknarmenn ætluðu ekki að afnema verðtrygginguna afturvirkt. Í fjögur ár höfum við talað um mikilvægi þess að leiðrétta verðtryggð lán. Orðið afnám vísar til einhvers sem menn hætta til framtíðar á meðan leiðrétting vísar til fortíðar. Þetta er ekki flókið en það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað reynt er að snúa út úr hlutunum. Verkefnin eru tvíþætt, annars vegar afnám verðtryggingar til framtíðar, hins vegar leiðréttingin. 

Continue reading

11/17/12

Verkefni framtíðarinnar: Ræða á miðstjórnarfundi 17. nóvember 2012

Kæru félagar

Bestu þakkir fyrir að gefa ykkur tíma til að mæta til þessa mikilvæga miðstjórnarfundar þrátt fyrir erfiða færð og veður.

Verkefni okkar er að undirbúa flokksþing og aðdraganda einhverra mikilvægustu þingkosninga sem fram hafa farið á Íslandi.

Kosningar eru alltaf mikilvægar og oft hefur verið tekist á um stór mál í alþingiskosningum.

En nú verður kosið um hvernig íslenskt samfélag eigi að þróast, ekki aðeins til næstu ára heldur áratuga og jafnvel allrar framtíðar.

Landið stendur núna samtímis frammi fyrir gríðarstórum efnahagslegum ógnum og stórkostlegum tækifærum.

Á næsta kjörtímabili ræðst hvort vandamálin verða leyst eða hvort þau verða óviðráðanleg. Hvort tækifærin verða nýtt eða þeim sólundað.

Við framsóknarmenn höfum að undanförnu lagt áherslu á að benda á tækifærin og hvernig megi nýta þau.

Á síðasta þingi fyrir kosningar hefur þingflokkurinn einbeitt sér að því að ræða hvernig rétt sé að gera hlutina í næstu ríkisstjórn fremur en að ræða mistök þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr.

Hér á síðasta miðstjórnarfundi fyrir kosningar er hins vegar óhjákvæmilegt að fara yfir kjörtímabilið sem er að klárast, gera upp framgöngu ríkisstjórnarinnar og ræða feril okkar í stjórnarandstöðu. – En jafnframt mun ég ræða hvernig við ætlum að nýta hin fjölmörgu tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir á næsta kjörtímabili.

Continue reading

02/7/12

Bankar hafa hag af verðbólgunni – Tökum á verðtryggingunni strax

Á laugardaginn birtist frétt um verðtryggingarójöfnuð Landsbankans, það hvernig misvægið í verðtryggðum eignum og skuldum bankans gerir það að verkum að Landsbankinn hagnast um rúman milljarð í hvert sinn sem verðbólgan hækkar um eitt prósent.

Aðrir bankar hafa dregið úr þessum ójöfnuði en staðreynd mála er sú að verðtryggingarkerfið býður upp á að ákveðnir aðilar hafi gríðarlegan hagnað af því að halda verðlagi uppi og spenna upp verðbólgu.

Húsnæðislán bankanna á árunum 2004-2008 eru kennslubókardæmi í því hvernig vanþróaður markaður er hagnýttur af fjármálastofnunum þegar kerfið býður upp á það á þennan hátt.

Bankarnir byggðu upp stöðu í verðtryggingu, þ.e. áttu verðtryggðar eignir langt umfram verðtryggðar skuldir. Árið 2004 hóf Kaupþing að bjóða húsnæðislán á lágum vöxtum og með hæra lánshlutfalli en þekktist og aðrir bankar fylgdu í kjölfarið. Aukið framboð af húsnæðislánum leiddi til þenslu á fasteignamarkaði og hærra fasteignaverð leiddi til verðbólgu. Bankarnir högnuðust á verðbólgunni enda búnir að byggja upp stöðu í verðtryggingu.

Continue reading