Miðbærinn sýnir hvað gerðist.

Í miðbæ Reykjavíkur birtist með mjög sýnilegum og auðskiljanlegum hætti virkni loftbóluhagkerfisins sem nú er sprungið og afleiðingar þess.

En í kreppunni felast stórkostleg tækifæri til að vinna miðbæinn útúr þeim vanda sem hann er í og miðbærinn felur svo í sér gífurleg tækifæri til að vinna okkur útúr kreppunni.

Klukkan 17:00 í dag, miðvikudag, held ég fyrirlestur í Iðnó um hvernig hægt er að nýta ástandið nú til að gera miðbæ Reykjavíkur að aðlaðandi gömlum miðbæ á heimsmælikvarða en um leið að kjarna nýsköpunar og endurreisnar í íslensku efnahagslífi.