Nú hefur sjávarútvegsstjóri ESB lýst því yfir að framkvæmdastjórnin muni keyra í gegn lagabreytingar svo hægt verði að beita Ísland viðskiptabanni og öðrum þvingunum í síðasta lagi á næsta ári ef við gefumst ekki upp í makríldeilunni.
Fram að þessu hefur utanríkisráðherra gert lítið úr yfirlýsingum þingmanna á Evrópuþinginu og jafnvel tillögum sjávarútvegsnefndar Evrópuþingsins á þeim forsendum að þær væru „ætlaðar til heimabrúks“ og að Evrópuþingið hefði lítil völd en framkvæmdastjórnin réði ferðinni.
Hverju mun hann svara nú þegar afstaða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins liggur fyrir? Er ekki komið tilefni til að mótmæla afstöðu ESB þegar framkvæmdastjórnin er farin að boða aðgerðir sem brjóta í bága viðgrunnreglur EES samningsins og alþjóðasamninga?
Og telja menn enn að ESB muni í kjölfarið hverfa frá grundvallarreglum sambandsins í fyrsta sinn til að veita Íslendingum sérstakar undanþágur í sjávarútvegsmálum?
Afneitun er ekki uppbyggileg utanríkisstefna.