Eftirlátum ekki popúlistum umhverfismálin

Það reyn­ist ekki vel að breyta trú­ar­brögðum í póli­tík og ekki held­ur að breyta póli­tík í trú­ar­brögð.

Ein af af­leiðing­um sýnd­ar­stjórn­mála sam­tím­ans er sú að því meiri at­hygli sem póli­tísk viðfangs­efni vekja, þeim mun meiri hætta er á þau séu gerð að trú­ar­brögðum. Þegar sú er orðin raun­in telj­ast hinir áköf­ustu jafn­an hæst skrifaðir í söfnuðinum og sam­keppn­in um að vera betri en aðrir eykst. Það er ým­ist gert með því að ganga lengra en fé­lag­arn­ir eða með því að for­dæma aðra, t.d. þá sem ef­ast um ofs­ann.

Þannig get­ur það gerst að þeir sem vilja leysa mál­in með hliðsjón af vís­ind­um og al­mennri skynsemi séu for­dæmd­ir sem villu­trú­ar­menn. Þá er ekk­ert hlustað á skýr­ing­ar.

Þeir sem vilja falla í kramið þurfa m.a. að sýna tryggðina með því að temja sér að nota orðin sem æðstu-klerk­arn­ir telja viðeig­andi hverju sinni. Ann­ars eru þeir úti. Sam­an­ber: „Maður­inn sagði loftslags­breyt­ing­ar eft­ir að búið var að gefa út til­skip­un um að þetta héti ham­fara­hlýn­un. Hann er aug­ljós­lega ekki einn af okk­ur.“

Þeir sem reyna sitt besta til að kom­ast í söfnuðinn, læra kenni­setn­ing­arn­ar og tungu­takið, geta þó átt erfitt upp­drátt­ar ef þeir koma ekki úr réttri átt. Sýnd­ar­póli­tík­in dæm­ir nefni­lega það sem er sagt og gert út frá því hver á í hlut, jafn­vel út frá lík­am­leg­um ein­kenn­um.

Stærsta for­gangs­málið

Rík­is­stjórn­in vill gera lofts­lags­mál­in að for­gangs­verk­efni og virðist ætla að leita í smiðju söfnuðarins sem legg­ur lín­urn­ar í þeim efn­um, m.a. fínni meðlimanna sem koma reglu­lega sam­an á einkaþot­un­um til að tala um fyr­ir fólki sem keyr­ir bíl eða fer stöku sinn­um í flug­vél til út­landa.

Í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra vöruðu marg­ir við po­púl­isma og þeim hræðslu­áróðri sem ein­kenni hann um leið og þeir minntu á að heim­ur­inn væri að far­ast.

Ég lagði áherslu á mik­il­vægi um­hverf­is­mál­anna eins og ég hef oft gert áður en benti á mik­il­vægi þess að nálg­ast þetta stóra viðfangs­efni með hjálp vís­inda og út frá staðreynd­um. Auk þess benti ég á að það hjálpaði ekki að viðhafa til­hæfu­laus­an hræðslu­áróður og nefndi eitt dæmi (af mörgum).

Í ræðu vísaði ég líka í einkar skyn­sam­leg­ar at­huga­semd­ir Petteri Taalas, for­stjóra Alþjóðaveðurfræðistofn­un­ar­inn­ar (WMO), um mik­il­vægi þess að við nálguðumst lofts­lags­mál út frá vís­ind­um og skyn­semi en ekki hræðslu og öfg­um.

Viðbrögðin

Viðbrögð safnaðar­ins létu ekki á sér standa. Aðstoðarmaður ráðherra sendi frá sér skila­boð um að þetta rugl þyrfti að stöðva í fæðingu. Fé­lags­skap­ur sem kall­ar sig hvorki meira né minna en Náttúru­vernd­ar­sam­tök Íslands brást skjótt við og full­yrti snemma næsta dag að ég hefði verið að vísa í fé­lags­skap í Bretlandi sem skipaður væri fals­spá­mönn­um og því væri þetta allt tóm vit­leysa. Ekki vissi ég af til­vist þess hóps og gat því ekki vísað í hann en hafði látið mér nægja að vísa í gögn Sam­einuðu þjóðanna.

Dag­ur­inn var svo ekki hálfnaður þegar dreift var nýrri yf­ir­lýs­ingu frá Finn­an­um skyn­sama hjá WMO. Hvernig skyldi það hafa gerst?

Lang­línu­sam­tal

Rétt er að taka fram að eft­ir­far­andi er bara kenn­ing en ekki staðreynd byggð á gögn­um SÞ:

Finn­inn vina­legi var e.t.v. nýsest­ur með morgunkaffið á skrif­stofu sinni í Genf þegar rit­ar­inn skaut inn koll­in­um og til­kynnti að í sím­an­um væri maður sem segðist vera ís­lensk­ur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Brus­sel. Þessi maður héldi því fram að á Íslandi væri full­yrt að hann, sjálf­ur fram­kvæmda­stjóri WMO, teldi enga þörf á aðgerðum í lofts­lags­mál­um. Þetta væri byggt á blaðaviðtöl­um við hann.

Hvort sem skila­boðin bár­ust með þess­um hætti eða ekki lét Finn­inn yf­ir­vegaði hafa sig í að verja hluta dags­ins í að skrifa langa yf­ir­lýs­ingu um að hann hefði vissu­lega áhyggj­ur af lofts­lags­mál­um.

Þótt ekki verði full­yrt hver fékk fram­kvæmda­stjór­ann til að skrifa yf­ir­lýs­ing­una er ljóst að embættismaður­inn og aktív­ist­inn í Brus­sel tók að sér að skila henni til ís­lenskra fjöl­miðla. Maður sem hafði enga aðkomu að mál­inu (hvað sem líður tengsl­um við um­hverf­ispo­púl­ista á Íslandi).

Finn­inn staðfasti

Ekki er vitað til þess að nokk­ur maður hafi haldið því fram að fram­kvæmda­stjóri WMO hafi af­neitað lofts­lags­breyt­ing­um. Það var því illa gert að raska ró hans með slík­um full­yrðing­um. Best var þó að yf­ir­lýs­ing Finn­ans skyn­sama fól fyrst og fremst í sér ít­rek­un á fyrri af­stöðu. Hann út­listaði að loftslags­breyt­ing­ar væru vissu­lega áhyggju­efni en mik­il­vægt væri að nálg­ast vand­ann á grund­velli vís­inda og skyn­semi en ekki með hræðslu­áróðri. Ég var því ekki síður ánægður með nýju yfirlýsinguna en viðtalið.

Túlk­un­in

Túlk­un sumra fjöl­miðla á Íslandi var þó allsér­kenni­leg og jafn­vel vill­andi, sam­an­ber fyr­ir­sögn­ina „Stjóri veður­stof­un­ar sem Sig­mund­ur vitnaði í seg­ir orð sín af­bökuð“. Erfitt var að skilja þetta öðruvísi en svo að „veður­stofu­stjór­inn“ teldi mig hafa af­bakað orð sín. Hann hafði ekki sagt neitt slíkt. Aðeins ít­rekað það sem ég hafði hrósað hon­um fyr­ir.

Rík­is­út­varpið lét ekki sitt eft­ir liggja. Í Kast­ljósi var mál­inu fylgt eft­ir með hreint dæma­lausu viðtali við stjórn­mála­fræðing. Þar leitaðist þing­frétta­rit­ari rík­is­ins til margra ára við að fylgja eft­ir hlutleysis­stefnu stofn­un­ar­inn­ar með því að krefja viðmæl­and­ann svara um hvort það væri ekki alveg á hreinu að hann teldi Miðflokk­inn al­gjör­lega glataðan.

Fram­gang­an kall­ar á umræðu á öðrum vett­vangi en aft­ur að um­hverf­is­mál­un­um.

Við þurf­um skyn­sam­legri aðgerðir

Rík­is­stjórn­in boðar aðgerðir í lofts­lags­mál­um sem ekki eru all­ar til þess falln­ar að leysa vand­ann. Enn á að refsa al­menn­ingi fyr­ir það eitt að vera til með alls kon­ar nýj­um gjöld­um. Ofan á ný eldsneyt­is­gjöld bæt­ast ný gjöld fyr­ir að fara um göt­urn­ar sem skatt­greiðend­ur voru þegar bún­ir að borga. Afrakst­ur­inn á að fara í óend­an­lega dýra borg­ar­línu sem mun hafa þann „viðbót­ar­kost“ að þrengja að um­ferðinni. Urðun­ar­skatt­ur verður svo notaður til að refsa fólki fyr­ir að kaupa hluti og draga þannig úr neyslu. Á sama tíma reiða stjórn­völd sig þó á aukna neyslu til að láta fjár­lög­in ganga upp.

Get­um við ekki sam­ein­ast um að taka á um­hverf­is­mál­um af skyn­semi? Ræktað landið, stutt vel við ís­lenska mat­væla­fram­leiðslu, eflt rann­sókn­ar­starf, lyft þró­un­ar­verk­efn­um sem þegar hafa skilað ótrú­leg­um ár­angri, en mæta enda­laus­um hindr­un­um, og fram­leitt orku úr sorpi í um­hverf­i­s­vænni há­tækni-sorp­brennslu? Þannig mætti lengi telja.

Um­hverf­is­mál­in eru of mik­il­væg­ur mála­flokk­ur til að þeim sé fórnað á alt­ari sýnd­ar­stjórn­mál­anna.

 

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14.9.2019