04/18/17

Lausn húsnæðisvandans II

Í síðustu grein nefndi ég fimm atriði sem þyrfti að laga til að koma húsnæðismálum í horf á Íslandi. Þau sneru flest að fjárhagslegum þáttum en þar eru vaxtamál að sjálfsögðu veigamest og minna á að til að fá heilbrigðan húsnæðismarkað þarf heilbrigt fjármalakerfi.

En fleira þarf til. Skipulagsmál og samspil þeirra við fjármálin skipta gríðarlega miklu máli. Hér í seinni greininni er haldið áfram þar sem frá var horfið en áhersla lögð á skipulagstengd mál.

 

Þétting byggðar

Augljóst er að þegar mikil umframeftirspurn er eftir húsnæði kallar það á aukið framboð. En í stað þess að liðka fyrir nýframkvæmdum hafa borgaryfirvöld í Reykjavík í raun gert hið gagnstæða með  öfgakenndri innleiðingu stefnunnar um þéttingu byggðar.

Margt er til í kenningum um hagkvæmni þéttrar byggðar. Sá sem býr í miðborg Kaupmannahafnar kemst vel af án þess að eiga bíl, almenningssamgöngur eru skilvirkari, landrými nýtist betur osfrv.

Miðbær Kaupmannahafnar byggðist áður en bílar komust í almannaeigu. Reykjavík byggðist hins vegar fyrst og fremst sem úthverfaborg og er hönnuð sem slík. Það er ekki hægt að breyta borginni eftir á í ítalska endurreisnarborg. Þegar reynt er að breyta eðli borgar eftir á getur það leitt til þess að hún virki hvorki sem úthverfaborg né sem þétt byggð. Ég skal taka dæmi:

 

a + b = c

a) Hverfin voru tengd stofnæðum gatnakerfisins, og íbúðagötur safngötum út frá ákveðnum forsendum um umferðarálag. Ef farið er að troða nýrri byggð inn í gróin hverfi ráða tengingarnar ekki lengur við  að anna umferðinni og til verða tappar sem geta haft áhrif í marga kílómetra í nokkrar áttir (fráflæðisvandi).

+

b) Svo er eru það áhrif nýbygginganna sem troðið er inn í grónu svæðin, á svo kallaða þéttingarreiti. Þær laða til sín fólk í ýmsum erindagjörðum. En vegna þess að þéttingarreitirnir eru í Reykjavík en ekki í borg þar sem tugir þúsunda geta gengið þangað á sandölum, hjólað eða nýtt þétt net almenningssamgangna, fara flestir á bíl að sinna erindum sínum á þéttingarreitunum. En þá eru göturnar í kring ekki til þess hannaðar að anna því. Það sama á við um bílastæði hverfisins sem flest eru horfin undir nýbyggingarnar. Bílafjöldinn hefur þá aukist en umferðaræðarnar haldist óbreyttar eða jafnvel verið þrengdar og bílastæðum fækkað (aðflæðisvandi).

=

c) Þannig tvöfaldast vandinn og það verður bæði erfiðara að koma og fara. Ekki tekist að ná fram kostum þéttrar byggðar en kostir rýmri byggðar hafa verið eyðilagðir.

Besta dæmið um þetta er auðvitað glórulaus áform um að troða megninu af heilbrigðisþjónustu landsins á umferðareyju við Hringbraut.

Kostnaður, tafir og bólumyndun

Svo er það kostnaðurinn. Það er miklum mun dýrara og seinvirkara að byggja á þéttingarreitum en í nýjum hverfum. Hvað það varðar eru Landspítalaáformin reyndar líka besta dæmið um hversu skaðleg stefnan er, en það er önnur saga.

Loks hefur útfærsla Reykjavíkurborgar á þéttingarstefnunni leitt af sér stóraukið ójafnvægi á markaðnum þar sem menn keppast um að fá að henda til gömlum húsum eða rífa þau í miðbænum til að geta svo kreist út úr borginni eins marga fermetra byggingarmagns og hægt er að troða á lóðir á þéttingarsvæðinu 101 Reykjavík.

Afleiðingin er stórskaðleg fasteignabóla miðsvæðis í Reykjavík en á sama tíma nýtist hin mikla eftirspurn ekki til að koma af stað góðum nýbyggingarverkefnum annars staðar vegna þess að þar skortir vilja borgaryfirvalda.

Reyndar var mikið þéttbýli í miðbæ Reykjavíkur fyrir. Þar eru töluvert fleiri íbúar á hektara en í miðbæ Kaupmannahafnar (þótt byggingarmagn sé minna). Í 101 eirir samt þéttingarstefnan engu. Hugsunin er þessi: Hvers vegna að leyfa gömlu bárujárnshúsi með eitt bílastæði að standa þegar hægt er að rífa það og byggja sex íbúðir með ekkert bílastæði? Til hvers að halda í sextíu ára gamla verslun fyrir íbúa svæðisins þegar hægt er að byggja hótelkassa með lundabúð á jarðhæðinni?

 

Hver er lausnin?

Í stað þess að raska ró fólks í grónum hverfum með sprengingum og örðum hamagangi til þess eins að auka á bílastæðaskort ætti Reykjavík að hverfa frá skaðlegri útfærslu sinni á þéttingu byggðar. Borgin fær að þróast þrátt fyrir það. Hlutverk svæða eins og Skeifunnar og uppfyllinganna við norðurströndina getur breyst og svo munu ný hverfi veita tækifæri til að innleiða nýja stefnu.

Stórauka þarf lóðaframboð á nýbyggingarsvæðum og bjóða upp á fjölbreytilega uppbyggingarmöguleika. Vilji menn nýta kosti þéttrar byggðar og svara eftirspurn eftir íbúðum í slíkri byggð, sem full ástæða er til, ætti að skipuleggja slík hverfi og byggja þau þannig frá grunni.

 

I. Nýir aðlaðandi miðbæir

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að skipuleggja nýja byggðarkjarna þar sem saman fara þétt íbúðabyggð, verslanir og þjónusta. Tilraunir hafa áður verið gerðar til að byggja nýja miðbæi, einkum með tilkomu Kringlunnar. Þar var reyndar fyrst og fremst um að ræða þjónustu- og verslunarmiðbæ. Þó er útlit fyrir að það taki breytingum á næstu árum og til verði byggðarkjarni íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Það sama má segja um byggðina við Smáralind og nokkur minni dæmi mætti nefna.

Þessir byggðarkjarnar hafa ýmsa kosti. Það er hins vegar líka þörf fyrir nýja byggðarkjarna sem hafa aðdráttarafl út á umhverfið og hönnun bygginganna fremur en fyrst og fremst það sem er inni í húsunum. Í því liggur aðdráttarafl gamla miðbæjarins þótt hratt sé gengið á það þessa dagana.

 

II. Fjölbreytileg úthverfi

Það er líka þörf fyrir fjölbreytileg úthverfi. Úthverfi með einbýlishúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum eru eðlilegur hluti nútíma borga. Sterkir byggðarkjarnar munu hins vegar gera úthverfin verðmætari og þar með fjárfestingu í byggingu úthverfahúsa hagstæðari. Aftur má nota Kaupmannahöfn sem dæmi: Þar eru hefðbundnar nýjar blokkir við Íslandsbryggju og víðar miklum mun verðmætari en ella vegna þess að þær eru í grennd við fallegan miðbæ.

Sama lögmál gildir í þorpum og bæjum um allt land. Sérstæður og fallegur byggðarkjarni gerir bæinn allan verðmætari.

 

III. Leyfa ætti samtök um stór verkefni

Sveitarfélög ættu að gefa byggingarfyrirtækjum tækifæri til að taka sig saman um að hanna og byggja húsaþyrpingar eða hverfi. Þannig geta menn fjárfest í sameiginlegri framtíðarsýn sem viðkomandi aðilar hafa trú á. Líkur eru á að slík framtíðarsýn væri betur löguð að þörfum markaðarins (sem sagt vilja almennings) en sundurlaus uppbygging eða eitthvað sem „kerfið“ telur að fólkið eigi að vilja.

 

IV. Byggingarsamvinnufélög

Sveitarfélög ættu að stuðla að því að fjölbreytilegri rekstrarform nýtist við byggingarframkvæmdir. Þannig mætti útdeila fleiri lóðum til byggingarsamvinnufélaga svo að hópar geti tekið sig saman um að reisa aðlaðandi byggingar á hagkvæman hátt. Fyrst hægt er að reka slíkar fasteignir á Manhattan hlýtur það að vera hægt í Kópavogi og á Akureyri

 húsnæði01V. Atvinnurekendahúsnæði

Nýleg dæmi eru um að atvinnurekendur á Íslandi hafi ákveðið að ráðast í byggingu húsnæðis fyrir starfsmenn. Ástæða er til að hvetja til slíks, ekki hvað síst á landsbyggðinni. Þar getur samfélagslega mikilvægur atvinnurekandi (eða samtök þeirra) tekið þátt í að leysa húsnæðisskort á starfssvæði sínu og laðað að það vinnuafl sem skortir.

Sem sterkur bakhjarl uppbyggingarinnar geta fyrirtækin líka leyst þann vanda sem felst í takmörkuðu veðhæfi og auk þess náð fram aukinni hagkvæmni með því að byggja nokkur hús samtímis. Þannig næst líka heildarmynd sem vonandi hjálpar til við að gera byggðina alla meira aðlaðandi.

Með slíkri uppbyggingu eykst líka tryggð fyrirtækisins við byggðarlagið. Það virkar líka á hinn veginn. Starfsmannavelta minnkar því starfsmenn sjá sér hag í að búa í fyrirtækisíbúð. Vel mætti hugsa sér að starfsmenn fengju kauprétt að íbúðunum t.d. eftir að hafa starfað fyrir fyrirtækið í fimm ár.

Á árum áður var algengt að fyrirtæki í verksmiðjurekstri, t.d. í Bretlandi, byggðu heilu hverfin fyrir starfsmenn sína. Þótt fyrirtækin hafi síðan í mörgum tilvikum liðið undir lok og húsin verið seld hafa hverfin yfirleitt reynst vinsæl enda hönnuð til að laða að fólk.

húsnæði02

VI. Fallegt félagslegt húsnæði

Mesta tilraunastarfsemin í byggingaframkvæmdum á sér jafnan stað þegar byggðir eru spítalar, fangelsi, stúdentagarðar eða félagslegt húsnæði. Að manni læðist sá grunur að það sé vegna þess að allt eru þetta hús sem fólk neyðist til að dvelja í.

En þótt tilraunastarfsemi í byggingarlist sé mikilvæg er ekki endilega heppilegt að gera slíkar tilraunir hjá þeim sem þurfa að reiða sig á félagslegt húsnæði. Tilraunastarfsemi með slíkt húsnæði um og upp úr miðri tuttugustu öld hafði skelfilegar afleiðingar. Byggja ætti félagslegt húsnæði sem ýtir undir samkennd íbúanna, ábyrgðartilfinningu og viljann til að taka þátt í að viðhalda húsunum og umhverfinu.

Í Brugge í Belgíu eru félagslegt húsnæði sem gegnt hefur því hlutverki frá því á 14. öld. Húsin voru upphaflega byggð af trúræknum kaupmönnum fyrir fátækt fólk í borginni og enn þann dag eru þau heimili fólks sem ekki hefur efni á að leigja annars staðar. Það þykir hins vegar heiður að fá að búa í húsunum enda umhverfið einkar notalegt og allir taka þátt í að viðhalda því. Helsti gallinn við húsnæðið er líklega ferðamenn eins og ég sem koma til að skoða húsin. Þau eru vinsæll ferðamannastaður en mér vitanlega hafa borgaryfirvöld í Brugge enn ekki fengið ábendingu frá kollegum sínum í Reykjavík um að hægt væri að rífa húsin og byggja hótel með ferðamannaverslun á jarðhæð.

 

húsnæði03

Húsnæðisstefna

Þótt mikilvægt sé að stórauka framboð á ólíku húsnæði fyrir ólíkar þarfir (búsetuúrræði heitir það á stofnanamáli) er líka mikilvægt að missa ekki sjónar af því að sú stefna sem lengi hefur verið rekin á Íslandi, sú að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði, hefur á heildina litið reynst vel. Leiguverð verður nánast alltaf hærra en kostnaðurinn við að borga inn á eigið húsnæði. Ástæðan er sú að sá sem legir þarf ekki bara að fjármagna vexti og afborganir eigandans heldur líka hagnað eigandans og áhættuna sem hann ber.

Undantekning væri t.d. ef fjárfestar á borð við lífeyrissjóði byggðu húsnæði á hagkvæman hátt til að leigja út með það að markmiði að ná einungis sömu ávöxtun á fjármagnið eins og ef það hefði verið lánað til fasteignakaupa (sjá fyrri grein).

Þess vegna er eðlilegt að bankar endurskoði reglur um greiðslumat og stjórnvöld taki til endurskoðunar lög um neytendalán frá 2013 nú þegar komin er reynsla á þau.

Stjórnvöld, bæði ríkið og sveitarfélög, eiga með löggjöf, efnahagsstefnu og skipulagi að skapa þær aðstæður sem gera sem flestum kleift að eignast eigið húsnæði á sem hagkvæmastan hátt. Forsendurnar til þess hafa aldrei verið betri enn nú. Það hvernig til tekst veltur annars vegar á því að finna réttu stefnuna og hins vegar á viljanum og getunni til að hrinda henni í framkvæmd.

 

04/15/17

Lausn húsnæðisvandans

Efnahagsástand landsins hefur aldrei verið jafngott. Það er ótækt að á sama tíma séu húsnæðismál í ólestri á Íslandi. Á næstunni mun ég fjalla töluvert um hvernig hægt sé að ráða bót á því en hér að neðan fylgir yfirlit yfir nokkur atriði sem þarf að laga til að leysa vandann. Þannig er hægt að nýta það einstaka tækifæri sem nú gefst til að halda áfram að bæta lífskjör í landinu.

Það kemur varla nokkrum á óvart að megin forsendan snúist um vexti og starfsemi fjármálakerfisins. Það var enda ekki að ástæðulausu sem ég lýsti því síðast liðið vor að það þyrfti umfram allt að verjast því að rof yrði á vinnu við að koma á heilbrigðu fjármálakerfi á Íslandi samhliða losun hafta. Af sömu ástæðu hafa þessi mál hafa verið mér eins hugleikin og raun ber vitni að undanförnu, þegar við blasir viðsnúningur í þeirri stefnu sem mörkuð hafði verið.

Fjármálakerfið hefur enda gríðarleg áhrif á flesta þætti þjóðlífsins, lífskjör, möguleika á hvers konar uppbyggingu og ekki hvað síst húsnæðismál. Á næstunni mun ég halda fundi þar sem ég fjalla nánar um fjármálakerfið, vaxtamálin og nauðsynlegar aðgerðir í þeim efnum. Það er framhald umræðu sem ég hóf á miðstjórnarfundi og flokksþingi í fyrra. En fyrst, í tilefni páskanna, koma tíu ráð til að lagfæra húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Fimm þeirra birtast hér að neðan og fimm til viðbótar í næstu grein:

 

1. Lækkun vaxta

Þetta segir sig eiginlega sjálft en það er vart hægt að ofmeta hversu mikilvægt þetta atriði er. Það hefur áhrif á öllum stigum vandans. Háir vextir hækka verð á byggingarvörum, tilboð verktaka, kostnað þess sem byggir og þess sem kaupir eða leigir. Vextirnir hafa fyrir vikið áhrif á hvort menn sjái sér yfir höfuð hag í að byggja fyrir sjálfa sig eða aðra og það hvort eða hversu stórt húsnæði fólk hefur efni á að kaupa eða leigja.

Fullyrt er það vanti um 5.000 íbúðir á fasteignamarkaðinn til að koma honum í jafnvægi. Það má taka dæmi um hversu mikil áhrif mishátt vaxtastig hefði á kostnaðinn við þá framkvæmd. Lítum fram hjá þeirri staðreynd að hærri vextir hækka byggingarkostnaðinn og gefum okkur að hann sé í öllum tilfellum 300.000 krónur á fermetra. Segjum svo að meðalstærð nýju íbúðanna sé aðeins 100 fermetrar. Alls þarf þá að byggja 500.000 fermetra af íbúðarhúsnæði og það myndi kosta 150 milljarða. Segjum svo að gatnagerð og ýmis frágangur í kring kosti 25 milljarða í viðbót. Alls eru þetta þá 175 milljarðar króna.

3% vextir af 175 milljörðum nema 5.250 milljónum en 7% vextir á sömu upphæð 12.250 milljónum. Munurinn, 7.000 milljónir á ári, rynni þá í að borga hærri vexti af framkvæmdinni í stað annarra verkefna. Eða hitt, að of fáir hafi efni á að fjármagna þessar auka 7.000 milljónir til að hægt sé að ráðast í verkefnið. Mánaðarlegur vaxtakostnaður á meðalíbúðina væri 87.500 kr. m.v. 3% og 204.200 kr. m.v. 7%.

Eins og ég nefndi að ofan mun ég fjalla nánar um vaxtamálin síðar.

 

2. Aðkoma lífeyrissjóða

Íslensku lífeyrissjóðirnir halda utan um það stóran hluta af fjármagni Íslendinga að þeir þurfa að vera þátttakendur framleiðslu nýrra verðmæta í landinu, taka þátt í að búa til framboð þar sem er skortur en forðast að taka þátt í bólumyndun. Sjóðirnir geta ekki gert þá kröfu til íslenskra heimila að þau tryggi þeim miklu hærri raunávöxtun af fjárfestingu í húsnæði en lífeyrissjóðir í öðrum löndum geta vænst af sínum íbúðafjárfestingum. Enda eru fáar fjárfestingar öruggari.

Samhliða því þurfa íslensku lífeyrissjóðirnir að fjárfesta miklu meira í nýsköpun á Íslandi (nýjum störfum og nýrri verðmætasköpun) og miklu meira erlendis í stað þess að hætta á bólumyndun með því að kaupa og selja sömu eignirnar. Á því sviði eru þeir auk þess aftur komnir í samkeppni við útlendinga í vaxtamunarviðskiptum.

Norski olíusjóðurinn nemur hátt í 900 milljörðum Bandaríkjadala og hefur meira en tvöfaldast frá 2012. Olíusjóðurinn er stærsti sjóður heims og eignir hans eru slíkar að það er erfitt að setja þær í samhengi. Sjóðurinn á um 1,3% af öllum skráðum hlutabréfum í heiminum og um 2,5% evrópskra hlutabréfa. Árið 2014 námu eignir sjóðsins um 166% af landsframleiðslu Noregs. Það ár námu eignir íslensku lífeyrissjóðanna um 150% af landsframleiðslu Íslands. Síðan þá hefur dregið í sundur vegna falls norsku krónunnar en samanburðurinn er engu að síður áhugaverður.

Um 80% af eignum íslensku lífeyrissjóðanna eru innanlands. Ímyndið ykkur ástandið ef norski olíusjóðurinn ákvæði að í stað þess að eiga umtalsverðan hluta af skráðum fyrirtækjum á heimsvísu ætlaði hann fjárfesta fyrir megnið af eignum sínum innan lands í Noregi. Menn geta rétt ímyndað sér hvers konar vald sjóðurinn hefði yfir efnahagslífinu (og samfélaginu) og spurt sig hvort slíkt fyrirkomulag væri æskilegt fyrir norskt efnahagslíf.

Íslenskir lífeyrissjóðir geta ekki til framtíðar byggt ávöxtun sína á því að fjármagna hallarekstur ríkisins (verðtryggt) og því að kaupa og selja hlutabréf í sömu fyrirtækjunum. Sjóðirnir þurfa að fjárfesta mun meira erlendis, taka virkan þátt í að fjármagna nýsköpun og uppbyggingu um allt land á Íslandi og því að reisa íbúðarhúsnæði sem verður örugg og verðmæt fjárfesting til framtíðar. Með því myndu sjóðirnir auk þess stuðla að auknum stöðugleika gjaldmiðilsins og lægri vöxtum innanlands.

 

3. Heimild til að ráðstafa eigin sparnaði í eigið húsnæði.

Samhliða skuldaleiðréttingunni var veitt tímabundin heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst til húsnæðiskaupa (upp að vissu marki). Nú er ástæða til að rýmka heimild fólks til að nýta séreignarsparnað til að fjármagna kaup á heimili. Heimili hvers einstaklings eða fjölskyldu er í flestum tilvikum megin eign viðkomandi og megin sparnaður á efri árum. Það hlýtur því að vera eðlilegt að gefa fólki kost á að nýta sparnað sinn til að byggja þá eign hraðar upp og draga úr vaxtabyrði á meðan hún er hvað þyngst. Ella þarf fólk að geyma sparnað sem það á með réttu á lægri vaxtatekjum en nemur vaxtagjöldunum af lántöku sem komast mætti hjá.

Ekki er víst að lífeyrissjóðirnir telji allir skynsamlegt að gefa fólki tækifæri til að ráðstafa eigin sparnaði í auknum mæli. Þeir ættu þó ekki að kveinka sér um of því þeir þurfa hvort eð er að koma meira fjármagni í ávöxtun en þeir ráða við með góðu móti, eins og fram kemur að ofan.

 

4. Raunhæfari byggingarreglugerð

Í byrjun síðasta árs voru loks kynntar tillögur um breytingar á margumræddri og íþyngjandi byggingarreglugerð frá 2012. Enn er þó þörf á að gera talsverðar lagfæringar á reglugerðinni til að draga úr sóun og óþarflega háum byggingarkostnaði, einkum vegna minni íbúða. Það má gera án þess að fórna nokkru af eðlilegum nútímakröfum um öryggis- og gæðamál.

 

5. Betri dreifing framkvæmda

Víða um land er húsnæðisskortur ekki aðeins vandamál fyrir fólkið sem skortir húsnæði heldur einnig fyrir atvinnurekendur og heilu samfélögun sem ekki geta vaxið og eflst vegna þess að ungt fólk í byggðarlaginu og þeir sem vilja flytja á staðinn og taka þátt í uppbyggingunni fá ekki húsnæði við hæfi. Í þessu efni hefur skortur á veðhæfi á svo kölluðum kaldari svæðum og flutningskostnaður sett verulegt strik í reikninginn.

Afleiðingin er sú að skekkjan á fasteignamarkaðnum eykst. Það ýtir undir ofhitnun á sumum stöðum en stöðnun annars staðar. Við þær aðstæður getur markaðurinn ekki rétt sig af heldur magnar upp öfgarnar og stuðlar að keðjuverkandi áhrifum í sitt hvora áttina. Í slíkum tilvikum er eðlilegt að stjórnvöld grípi inn í svo að kraftar markaðarins nýtist á jákvæðan hátt.

Það er ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að reka fasteignalánafyrirtæki sem tekur tillit til byggðasjónamiða og af sömu ástæðu getur verið rétt að beita skattalegum hvötum til að koma framkvæmdum af stað á ákveðnum svæðum. Átakið „Allir vinna“ var sett af stað um mitt ár 2010. Það fól í sér endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði (auk frístundahúsnæðis og húsnæðis í eigu sveitarfélaga). Tilgangurinn var að rjúfa óeðlilega kyrrstöðu á fasteignamarkaði og stuðla að framkvæmdum. Aðferðin reyndist vel. En slík þörf er til staðar nú, einkum á hinum kaldari svæðum og því ætti að beita sams konar hvötum til að ýta undir framkvæmdir þar sem þeirra er sérstaklega þörf.

 

Þau atriði sem ég hef nefnt hér að ofan snúa einkum að fjárhagslegum forsendum þess að ráðin verði bót á óviðunandi húsnæðisvanda sem nú setur mark sitt á samfélagið. Atriðin sem nefnd verða í seinni hlutanum snúa að samspili fjárhagslegra þátta og skipulagsmála.

03/21/17

(Við)snúningurinn

Það var búið að setja saman og hrinda í framkvæmd áætlun um haftalosun sem fól m.a. í sér að kröfuhafar bankanna skiluðu hundruðum milljarða í ríkissjóð. Samhliða því og í framhaldinu stóð til að ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins. Haftalosunarferlið bæði bjó til það tækifæri og kallaði á að það yrði nýtt.

Þegar ég svo steig til hliðar sem forsætisráðherra á meðan mál væru að skýrast gekk það gegn öllu því sem ég taldi rétt og sanngjarnt en ég gerði það, eins og ég lýsti á sínum tíma, til þess að ríkisstjórnin gæti einbeitt sér að því að klára þá mikilvægu vinnu sem eftir var við haftalosunina og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Það gerði ég í trausti þess að þeir sem við tóku stæðu við sitt og ókláruð mál ríkisstjórnarinnar yrðu leidd til lykta.
Framkvæmdahópurinn hafði skilað sínu með glæsibrag og haftalosunarvinnan kláraðist en lítið gerðist af því sem pólitíkin þurfti að klára í framhaldinu eins og ég hef bent á alloft undanfarið ár.

Leikið lausum hala
Nú eru stjórnvöld að missa atburðarásina úr höndunum og vogunarsjóðir gera það sem þeim þykir best, leika lausum hala. Þeir eru nú að selja sjálfum sér Arion banka í tilraun til að auka enn ávinning sinn af þeim efnahagserfiðleikum sem Ísland lenti í. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í morgun munu þessir aðilar þá eiga bent og óbeint um 2/3 hluta bankans.
Auðvitað er ekki hægt að setja út á að fjárfestar hagnist á sanngjörnum viðskiptum. Fullvalda ríki getur hins vegar ekki sætt sig við að slíkir aðilar nái sínu fram með því að skipta sér af stjórnmálum og reyna eftir ýmsum leiðum að þvinga fram niðurstöðu sem hentar þeim.

Planið
Með stöðugleikaframlögunum þurftu vogunarsjóðirnir að fallast á að afhenda ýmsar eignir. Með því tóku þeir þátt í að skapa aðstæður svo losa mætti höft. Íslandsbanki var afhentur ríkinu í heild og samið um að ef Arion banki yrði seldur fengi ríkið megnið af söluandvirðinu. Því hærra sem verðið yrði þeim mun hærra yrði hlutfall ríkisins af hagnaðinum.

Hærra verð fól þannig í sér tvöfaldan ávinning fyrir ríkið. Þannig höfðu eigendur bankans þó engu að síður hag af því að fara vel með hann og hvata til að selja hann á sem hæstu verði. Til öryggis var svo sett inn trygging fyrir því að bankinn yrði ekki seldur of ódýrt. Hún var sú að ef verðið yrði lægra en sem næmi 80% af eigin fé bankans (0,8 á krónu eiginfjár) ætti ríkið forkaupsrétt. Ef bankinn yrði enn óseldur árið 2018 gat ríkið svo leyst hann til sín

Þannig voru hagsmunir ríkisins tryggðir hvernig sem hlutirnir kæmi til með að velkjast og sama hvort það finndust kaupendur og hverjir þeir yrðu …svo framarlega sem vogunarsjóðirnir seldu ekki sjálfum sér bankann.

Að selja sjálfum sér banka
Slíkt var óraunhæft á sínum tíma. slitabúin gátu ekki selt bankana nema með velvild stjórnvalda og reglur um eignarhald voru eitt af stóru málunum sem leysa átti úr við endurskipulagningu fjármálakerfisins. -Vinnu sem svo stöðvaðist með þeim afleiðingum sem við horfum nú upp á.

Ýmsum þykir verðið sem greitt er fyrir Arion banka lágt og það vekur athygli að verðið er aðeins 0,01 yfir því verði sem myndi virkja forkaupsrétt ríkisins. Ef þau 87% í Arion banka sem ekki eru í eigu ríkisins verða seld á sem nemur 0,81 krónu á hverja krónu eigin fjár koma rúmir 100 milljarðar í hlut ríkisins. Skuld upp á 84 milljarða verður gerð upp og í ofanálag fær ríkið 16,8 milljarða vegna hagnaðar af sölunni.

Ef hins vegar hefði verið selt á verðinu 1,2 kæmu 152,7 milljarðar í hlut ríkisins og miðað við gengið 1,5, væru það 194 milljarðar. Ef við teljum 20% álag á eigið fé eðlilegt verð (1,2) fengi ríkið því um 52 milljörðum meira í sinn hlut en það fær fyrir það verð sem vogunarsjóðirnir styðjast við þegar þeir selja sjálfum sér bankann. Þeir geta svo selt hann aftur á hærra verði eða leyst hann upp án þess að láta ríkið hafa sinn skerf.

Fleira kann að búa að baki þessari sölu sem kemur í beinu framhaldi af samningi um kaup á aflandskrónum og losun hafta en það er auðvelt að sjá hvernig aðeins þetta atriði getur munað eins og einum spítala fyrir ríkissjóð Íslands.

11/15/16

Hvert stefna stjórnmálin?

Frá því að ég hóf, nokkuð óvænt, þátttöku í pólitík hefur mér orðið tíðrætt um eðli stjórnmála og hvað betur mætti fara í þeim efnum. Stundum hef ég vitnað til orða sem Winston Churchill lét falla í breska þinginu tveimur árum eftir seinni heimsstyrjöldina: „Sagt hefur verið að lýðræði sé versta stjórnkerfið fyrir utan öll hin sem reynd hafa verið við og við.“

Lýðræði hefur vissulega aldrei verið gallalaust en síðustu misseri hafa þær miklu grundvallarbreytingar sem eru að verða á stjórnmálum á Vesturlöndum verið mér hugleiknar. Auk þess að flytja allmörg erindi um þessa þróun á undanförnum árum skrifaði ég grein fyrir erlend blöð síðastliðið vor en birti hana svo á heimasíðu minni nýverið.

Viðfangsefnið líka útgangspunkturinn í ræðum mínum á miðstjórnarfundi og flokksþingi Framsóknarmanna. Ástæðan er sú að ég er eindregið þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn og -flokkar verði að gera sér grein fyrir þessari þróun og eiga svör við henni ef ekki á að fara illa.

Trump

Stærsta afleiðing þessara miklu breytinga til þessa er kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna. Nokkuð sem flestir virtust telja óhugsandi þar til aðfaranótt síðastliðins miðvikudags.

Afskipti Trumps af stjórnmálum hafa verið óviðurkvæmileg frá því að hann gekk til liðs við hóp fólks sem krafðist þess að Obama forseti sannaði að hann hefði fæðst í Bandaríkjunum. Sami hópur hélt því svo fram að enginn kannaðist við að forsetinn hefði verið nemandi í Columbia-háskóla auk annarra tilrauna til að gera hann tortryggilegan.

Allt var þetta pólitík á sérlega lágu plani. Síðan þá hefur Trump sagt ýmislegt sem ekki hefur verið til þess fallið að lyfta stjórnmálaumræðu á hærra plan. Óþarfi er að rekja það hér, enda búið að gera því öllu góð skil í fjölmiðlum undanfarna mánuði og ræða það margfalt meira en nokkuð sem við kemur æðstu stjórn Bandaríkjanna.

Augljóslega er ég ekki einn um að hafa efasemdir um framgöngu Donalds Trumps en mikilvægt er að átta sig á því að það er gagnslaust að ætla að skýra niðurstöðu forsetakosninganna með því að Bandaríkin séu full af heimsku fólki, byssuóðum rasistum og einangrunarsinnum. Það eru Bandaríkjamenn almennt ekki, hvorki kjósendur Demókrata né Repúblikana. Langflestir þeirra sem kusu Trump gerðu það ekki vegna, heldur þrátt fyrir, framgöngu hans og talsmáta.

Kjósendur Trumps töldu hann einu vonina um að hrist yrði upp í kerfi sem er hætt að virka sem skyldi fyrir almenning. Ekki hjálpaði það heldur til að framboð fulltrúa miðju- og vinstrimanna var fjármagnað af „Íslandsvinum“ á borð við fjárfestingabankann Goldman Sachs og hópi vogunarsjóðastjóra með George Soros í fararbroddi.

Þetta gerist ekki að ástæðulausu

Sú sögulega breyting sem við verðum nú vitni að kom ekki til að ástæðulausu. Stjórnmálamenn á Vesturlöndum voru margir orðnir of meðvirkir með þróuninni, of líkir innbyrðis og of einsleitir í nálgun sinni. Óskrifaðar rétthugsunarreglur voru orðnar allsráðandi um það með hvaða hætti stjórnmálamenn ættu að haga sér og tjá sig. Hægt var að gefa sér fyrirfram hverju stjórnmálamenn myndu svara nánast hvaða spurningu sem þeir voru spurðir, hvort sem þeir skilgreindu sig til vinstri eða hægri.

Rökræða um grundvallaratriði og leitin að nýjum og frumlegum hugmyndum hafði látið undan fyrir óttanum við að vera umdeildur, segja eitthvað sem félli ekki að rétthugsuninni eða storkaði ráðandi kerfi, jafnvel bara óttanum við að segja eitthvað sem gæti þurft að útskýra. Í staðinn reiddu menn sig á frasa um sjálfsagða hluti sem enginn gat verið á móti og storkuðu þannig engum en vöktu heldur enga umræðu og engar nýjar hugsanir.

Á sama tíma var „kerfinu“ í auknum mæli eftirlátið að stjórna. Embættismenn, stofnanir og innvígðir sérfræðingar kerfisins, auk ytri kerfa eins og fjármálageirans og samtaka á vinnumarkaði, lögðu línurnar og gera enn. Stöðugt er dregið úr valdi kjörinna fulltrúa almennings og það fært annað en ábyrgðin þó skilin eftir hjá pólitíkusunum. Úr því verður hættuleg skekkja, vald án ábyrgðar og ábyrgð án valds. Það sem er þó verst er að með því er valdið tekið af almenningi og fært til ólýðræðislegs kerfis. Kerfisræði tekur við af lýðræði.

Þessu er almenningur á Vesturlöndum að átta sig á, meðvitað og ómeðvitað, og um leið átta menn sig á því að hið ráðandi kerfi er í takmörkuðum tengslum við almenning. Kerfið telur það fremur vera hlutverk sitt að segja fólki hvernig hlutirnir þurfi og eigi að vera en að hlusta á og lúta vilja almennings.

Fyrir vikið er þeim stjórnmálamönnum og flokkum sem láta þetta viðgangast refsað, eins og eðlilegt er. Hættan er þó sú að ef hefðbundnir stjórnmálamenn og flokkar bregðast ekki við muni aðeins öfgamenn gera það.

Hvað er til ráða?

Hefðbundnir stjórnmálaflokkar þurfa að rifja upp hlutverk sitt. Þeir þurfa að geta rætt mál sem almenningur lætur sig varða. Flokkarnir þurfa að bjóða upp á lausnir á því hvernig hægt sé að laga gallað fjármálakerfi, þeir þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál.

Flokkar þurfa að geta rætt umdeild mál og vera reiðubúnir að verja hagsmuni ólíkra hópa samfélagsins. Þora að ræða bæði kosti og galla stórra breytinga á borð við alþjóðavæðingu, benda á að henni fylgi miklir kostir en líka gallar. Hún eigi t.d. ekki að þýða undirboð á vinnumarkaði eða undirboð á vörum eins og matvöru (af hverju leyfa menn sér að kalla það sérhagsmunagæslu ef reynt er að bæta starfsaðstæður bænda en ekki ef það sama er gert fyrir háskólakennara?).

Flokkarnir þurfa svo eftir rökræðu byggða á staðreyndum að þora að taka afstöðu. Hvernig má það t.d. vera að enginn flokkur á Íslandi þorir að segja að hann vilji ganga í Evrópusambandið, jafnvel ekki flokkar sem voru stofnaðir út á það eitt? Í staðinn er talað í kringum hlutina með innihaldslausum frösum.

Umfram allt þurfa stjórnmálaflokkar að endurheimta kjark. Þora að standa fyrir eitthvað þótt því fylgi að vera umdeildir. Stjórnmálamenn vinna beinlínis við að vera umdeildir. Það er hlutverk þeirra að gefa fólki val og láta það finna að valið skipti máli.

Augljóslega þurfa menn svo oft að geta miðlað málum til að ná meirihluta en svo kölluð samræðustjórnmál eru í raun ekki annað en samsæri stjórnmálamanna gegn kjósendum. Ef það á að vera hlutverk stjórnmálamanna að sameinast helst allir um lægsta samnefnarann í hverju máli er lýðræðislegur vilji fyrir borð borinn og á meðan fer kerfið sínu fram. Það er hættuleg og ólýðræðisleg þróun.

Síðar mun ég fjalla um þær miklu hindranir sem stjórnmálamenn og flokkar mæta við það að takast á við kerfið og hvernig bregðast megi við þeim. Auk þess mun ég svo fjalla um þau stóru álitaefni sem bíða okkar Íslendinga og leggja til lausnir.

10/27/16

Politics in Interesting Times

It is becoming clear to anyone concerned with politics and history that we live in interesting times. Close to a decade after the start of the international financial crisis antiestablishment sentiment has by no means receded. There is a growing distrust in traditional institutions, political parties and politicians and everything to do with finance and commerce is increasingly seen as suspicious activity at best.

It is important to note that this is not happening without reason. Politicians in Western societies had to a large extent become complacent, too much like each other and relying on unwritten politically correct guidelines on what a politician should say and do. Ideological debate and the search for novel ideas had given way to an ever growing fear of controversy and an inclination to leave the running of our societies to bureaucrats, thereby disconnecting the electorate from the decision making.

The power of the people has been curtailed and they know it. The result can now be seen all over Europe and in the United States with a continuing growth of new anti-establishment parties and politicians.

I can hardly be considered a traditional politician although I am the leader of Iceland’s oldest political party (100 years old this year). I became leader of the party in 2009, two weeks after becoming a member. I had strong opinions on what needed to be done and what had to be avoided. I fought for a radical shake up of the financial system and proposals on how the failed banks could finance a write down of household debt  and the resurgence of the Icelandic economy, along with various other measures designed to tackle our particular situation.

At the same time I emphasised the rule of law in the almost revolutionary atmosphere that characterised Icelandic politics after the crises. Three years ago I got the chance to implement my ideas as Prime Minister of Iceland. They proved to be even more successful than I had anticipated.

But a few weeks ago I stepped aside and asked the vice chairman of my party to relieve me in the role of Prime Minister. This was not because of a lack of results. In fact I challenge anyone to point to a Western government that has yielded better results for its country in the last three years. Iceland’s economic situation has been transformed through a mixture of traditional, sensible, economic measures such as following through on a pledge to balance the budget year on year and implementing incentives for economic growth along with radical measures without precedent.

These measures included making creditors of the failed banks – primarily hedge funds that bought claims after the fact – finance the lifting of capital controls. The result is the highest GDP growth in Europe and biggest primary surplus, the lowest unemployment rate, a dramatic fall in public and private debt measured by dozens of % of GDP, a stronger currency, lasting price stability and a 24% growth in purchasing power in just three years.

These results were achieved in the face of strong opposition from opposing political parties and much of the civic establishment, not to mention the hedge funds who intended to make a killing on Iceland’s financial crisis. As I am sure most people are aware, the hedge funds of Wall Street and the City of London are not without influence, neither political nor financial. In a short period of time they spent the equivalent of over 100 million pounds guarding their interests in Iceland. I experienced everything from repeated threats to attempts to buy ‘an acceptable conclusion’.

Carrying on with the plan I often got to hear that making the hedge funds pay for resurrecting the Icelandic economy could not go unpunished. Such a precedent could not be allowed to stand. In addition many could not forgive us for stopping a plan for EU membership with an expected EU ‘bailout’. Nevertheless we finished the job yielding results that Lee Buchheit, a leading authority on international debt resolution (and advisor to the Icelandic government) called “unprecedented in the financial history of the World”.

So why did I step aside as Prime Minister? A short look at international media coverage will give you quite varied reasons. The truth of the matter is that my name was found in the so called Panama papers in connection with a company registered in the British Virgin Islands and owned by my wife. This alone was sufficient to create a range of theories and news stories about a Prime Minister´s ‘hidden funds’. Such stories were helped by the willful distribution of fallacies and even a bogus interview and news report intended to create the sense that I had something to hide.

I am writing this now because it has been confirmed that all of the accusations were untrue. It may come as a surprise to those that remember some of the reports that were published at the time that in fact there were no hidden funds or assets, no attempt to evade taxes and no question of a conflict of interest. My wife’s company, its country of registration, and all its assets are declared on our tax return and full Icelandic taxes have been paid with no attempt to use off shore status to limit payments. Still, none of these facts mattered when it came to making use of the ‘Panama Papers’ in a political attack that had been in preparation for 7 months. In the current political climate a story about a prime minister hiding funds is too good for some to bother with the facts of the matter and for many ‘a means to justify an end’.

Which brings me to my main points: Things aren’t looking to good economically, socially or politically in Western societies these days. As the experience of Iceland shows it is possible to implement real and radical change to politics and dramatically improve the lives of people in our societies. But that alone will not ensure political stability and future progress. What is needed now, more than ever, is reasoned political debate.The internet and social media have changed the way information is distributed and consumed, creating new opportunities and dangers. Over 300 years ago Jonathan Swift wrote: “Falsehood flies and the truth comes limping after it”. Never has that been more true than in the interesting times we live in.

The model of Liberal Democracies has been an unparalleled success in human history. It is now under threat. In order to  preserve it we must look to the foundations of its success. We must further logical debate based on facts, or at least the search for facts. In that regard traditional political  parties have a role to play but also traditional media.

The media still plays an enormously important part in our democratic process. In living up to its role it must provide restraint and a commitment to the facts when it is lacking elsewhere. Western democracies need to rediscover their roots, the roots that lay in reasoned debate, a willingness to defend the right of people to express controversial views, but at the same time acknowledging that the aim should always be to get closer to the truth. And when debate helps rational solutions triumph over creed we need to be willing and able to implement them. What we need is radical rationalism.

 

The article was written in May 2016 and describes the situation in Icelandic politics at the time.